Loka mentorafundur í Startup Stormi

Þriðji og síðasti mentorafundur í viðskiptahraðlinum Startup Storm fór fram í dag. Við færum mentorunum okkar bestu þakkir fyrir að taka þátt í dagskrá Startup Storms í ár og hlökkum til nánari samstarfs í næstu verkefnum.

Gestur Pétursson, forstjóri PCC á Íslandi

Gestur hefur verið forstjóri / framkvæmdastjóri fyrirtækja undanfarin 20 ár, ásamt því að hafa setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur sérhæft sig í umbreytingu á fyrirtækjamenningu og endurskipulagningu á tekju- og kostnaðarstrúktúr fyrirtækja. Samþætting nýsköpunar við daglegan rekstur, áhættustýring, viðskiptaþróun og valdefling starfsfólks eru sérstök áhugamál. Undanfarin ár hefur Gestur einnig verið að veita frumkvöðlum handleiðslu og stuðning.

Magnús Óskarsson, forstöðumaður KLAK VMS

Magnús Ingi er annar stofnandi sprotafyrirtækisins Calidris. Calidris þróaði hugbúnað fyrir flugfélög sem bætti rekstur þeirra, jók sveigjanleika og tekjur. Calidris var selt til bandaríska fyrirtækisins Sabre árið 2010 en þá störfuðu um 40 manns hjá sprotafyrirtækinu en Sabre er eitt af stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum heims fyrir flugfélög og ferðaþjónustu. Áður stýrði Magnús tekjustýringu Icelandair í fimm ár og var framkvæmdastjóri hjá OZ í eitt ár.

Elísabet Austmann, forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum

Elisabet Austmann er alþjóða markaðsfræðingur með MBA. Hún hefur áralanga reynslu af markaðsmálum og stýringu vörumerkja; bæði innlendum og erlendum vörumerkjum á Íslands markað sem og íslenskum vörumerkjum inn á erlenda markaði. Í gegnum störf sín hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Glitni, Marel, BIOEFFECT og nú í Högum hefur hún komið að vöruþróun nýrra vara og að koma þeim á markað. Hún sér einnig um Uppsprettuna, sem er nýsköpunarsjóður á vegum Haga, sjá nánar á www.uppsprettan.hagar.is

Sigurður H. Markússon, framkvæmdastjóri þróunar hjá Sæbýli

Sigurður Markússon starfar hjá Sæbýli við uppskölun framleiðslu fyrirtækisins. Hann hefur mikla reynslu af nýsköpun í orku- iðnaði- og matvælatengdum verkefnum þar sem sjálfbærni er meginstefið. Bæði af viðskiptaþróun og tækniþróun verkefna.


Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfum

Hreinn er með meistargráðu í frumkvöðlafræði og nýsköpun frá Háskólanum í Lundi frá 2012 og hefur mikinn áhuga á öllu efnahagsumhverfi og aðstöðu frumkvöðla á Íslandi. Hreinn hefur starfað hjá Íslenskum Verðbréfum hf. frá 2014 og þá fyrst sem sjóðstjóri sérhæfðra sjóða, verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða.


Örn Viðar Skúlason, Fjárfestingastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins

Örn Viðar hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja. Hann var framkvæmdastjóri markaðssviðs og aðstoðarforstjóri SÍF samstæðunnar á árunum 2000 – 2004 og leiddi m.a. stefnumótun og skipulagsmál. Hann var síðan framkvæmdastjóri innlendrar starfsemi SÍF, hjá Iceland Seafood frá 2004 – 2005. Frá árinu 2005 til 2008 var Örn Viðar forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og fjárfestinga hjá SPRON. Á sama tíma sat Örn í stjórnum nokkurra dótturfyrirtækja SPRON. Frá 2008 til 2017 var Örn framkvæmdastjóri Proact heildverslunar. Örn Viðar lauk prófi í hagverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.


Previous
Previous

Sex nýsköpunarteymi klára STARTUP STORM

Next
Next

Sex nýjir mentorar í Startup Storm