Gróska grænnar nýsköpunar nær nýjum hæðum á Siglufirði

Annað árið í röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla í auðlinda- orku- og umhverfismálum.

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í fyrsta skipti árið 2022 en þá var áherslan eingöngu á sprotaverkefni á Norðurlandi. Vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári var ákveðið að stækka hátíðina verulega í ár og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu.

Ef til vill er það til marks um gróskuna í grænni nýsköpun um allt land að viðbrögð fjárfesta og frumkvöðla voru slík að mun færri komust að en vildu. Uppselt var á hátíðina en um 150 gestir sóttu hátíðina að þessu sinni.

Yfir 30 verkefni sóttu um að vera á hátíðinni og var sérstök valnefnd fengin til að velja þau verkefni sem fengu að kynna fyrir forsvarfólk fjárfestingasjóða og sjálfstæðum fjárfestum. Í framhaldi fjárfestakynninga fór fram stefnumót frumkvöðla og fjárfesta og annarra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Það var samdóma álit gesta og þátttakenda að svona vettvangur sé gríðarlega mikilvægur fyrir verkefni í leit að fjárfestingum þar sem þarna gefst gott tækifæri til þess að mynda tengingar og eiga fyrsta skrefið í átt að framtíðar samvinnu.

Yggdrasill Carbon, Melta, Frostþurrkun, Skógarplöntur, GeoSilica, E1, Gull úr Grasi, Kaja Organic, Fiskeldið Haukamýri, Biopol, Gefn, IceWind og Vínland Vineyard voru þau verkefni sem komust að í ár auk þess sem Bambahús voru með í stefnumóti við fjárfesta.

Halldór Gunnar Ólafsson hjá Biopol með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
Hafrún Þorvaldsdóttir hjá E1 með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
Fiskeldið Haukamýri með kynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
Frostþurrkun með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
  • “Miðlægt frostþurrkunarver á Íslandi sem þjónustar fyrirtæki og framleiðir frostþurrkaðar afurðir úr íslenskum hráefnum”
    Tengiliður: Hrafnhildur Árnadóttir

Geosilica með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar

GeOSiliCa IcelAnD

  • “GeoSilica framleiðir hágæða steinefni úr íslensku jarðhitavatni með byltingarkenndri framleiðsluaðferð”
    Tengiliður: Fida Abu Libdeh

Gull úr grasi með kynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar

GULL ÚR GRASI

IceWind á Fjárfestahátíð Norðanáttar
Kaja Organic með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
Melta með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
  • “Ný closed-loop hringrásarþjónusta fyrir lífrænan heimilisúrgang* sveitarfélaga á landsbyggðunum og framleiðsla á Meltu: gerjuðum lífrænum áburði “
    Tengiliður: Björk Brynjarsdóttir

Skógarplöntur með kynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar

SKÓGARPLÖNTUR

Vínland Vínekra með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
Yggdrasill Carbon með fjárfestakynningu á Fjárfestahátíð Norðanáttar
  • “Yggdrasill Carbon þróar hágæða íslenskar vottaðar kolefniseiningar úr landnýtingarverkefnum
    Tengiliður: Björgvin Stefán Pétursson

Sjáðu fleiri myndir frá Fjárfestahátíð Norðanáttar hér.


Að Norðanátt standa EIMUR, SSNE, SSNV og RATA með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Bakhjarlar Fjárfestahátíðar Norðanáttar 2023 eru KPMG, KEA og REGUS á Íslandi.

Previous
Previous

STARTUP STORMUR HEFST Í HAUST

Next
Next

Uppselt á Fjárfestahátíð Norðanáttar