Uppselt á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Uppselt er á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi.

Færri komast að en vilja, en hátt í 150 manns munu mæta á hátíðina sem er jafnframt lokaður viðburður. Tveir ráðherrar hafa boðað komu sína og taka þátt í hátíðinni, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Dagskrá Fjárfestahátíð Norðanáttar – 29. mars 2023
10:00 Hátíð hefst - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra fer með innblásturserindi og opnar hátíðina á kaffi Rauðku.

SPJALLIÐ Í SKÍÐASTÓLNUM
Ráðstefnustjóri - Guðmundur Gunnarsson, fréttastjóri

NÝSKÖPUN Á NORÐURLANDI
Linda Fanney Valgeirsdóttir, ALOR
Árni Örvarsson, Icelandic Eider
Kolbeinn Óttarsson Proppé, Grænafl
Dagbjört Inga Hafliðadóttir, Mýsköpun

-TÆKIFÆRI OG NÝTING AUÐLINDA TIL NÝSKÖPUNAR
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra
Kjartan Ólafsson, Transition Labs
Sesselja Barðdal, EIMUR

13:30  ÞEIR FISKA SEM RÓA -  FJÁRFESTAKYNNINGAR í BÁTAHÚSINU
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fer með innblásturserindi

FRUMKVÖÐLAR KYNNA SPROTAFYRIRTÆKIN SÍN :
YGGDRASILL, GEFN, ICEWIND, E1, MELTA, FROSTÞURRKUN, VÍNLAND, BIOPOL, SKÓGARPLÖNTUR, KAJA ORGANIC, BAMBAHÚS, HAUKAMÝRI, GULL ÚR GRASI, GEOSILICA

Stefnumót fjárfesta og frumkvöðla í Gránu
Afþreying á Sigló með Sóta summits
Aprés ski á Segli 67 - kolefnisléttar veitingar í föstu og fljótandi formi

Bakhjarlar Fjárfestahátíðarinnar 2023 eru KEA, KPMG og Regus á Íslandi.

Previous
Previous

Gróska grænnar nýsköpunar nær nýjum hæðum á Siglufirði

Next
Next

Mini vísó - vertu með!